logo

Fundur á Austurvelli – Samstaða um nýja stjórnarskrá

Raddir fólksins boða til útifundar um stjórnarskrármálið næstkomandi laugardag, 19. janúar klukkan 15.00 á Austurvelli.

Alþingi ber að virða skýran vilja kjósenda, eins og hann kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október. Meiri hluta Alþingis ber að láta þann vilja ná fram að ganga.

Ræðumenn:

Illugi Jökulsson, rithöfundur og blaðamaður
Sigríður Ólafsdóttir, lífefnafræðingur

Á undan fundinum mun Svavar Knútur flytja nokkra söngva sinna.

Fundarstjóri: Hörður Torfason

Raddir fólksins.