logo

Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins 1. nóvember

Kæru félagar Stjórnarskrárfélagsins.
Boðað er til aðalfundar Stjórnarskrárfélagsins kl 15, sunnudaginn 1. nóvember á annari hæð á Kaffí Sólon, Bankastræti 7a.
 
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar félagsins.
3. Lagabreytingar.
4. Kosning stjórnar.

5. Önnur mál.

 
Ekki liggja fyrir neinar tillögur að lagabreytingum og því má búast við að hefbundin aðalfundarstörf taki tiltölulega stuttan tíma.
Mikil gerjun er þessi misserin í stjórnarskrármálum og nýja stjórnarskráin hefur verið áberandi í umræðunni.
Von er á tillögum stjórnarskrárnefndar og verði þær komnar fram er líklegt að aðalfundur vilji álykta um þær.
Kær kveðja,
Stjórn Stjórnarskrárfélagsins