logo

Mismunandi hlutverk stjórnarskráa – Ráðstefna

Fimmtudaginn 20. október kl 14-17 verður haldin opin, alþjóðleg ráðstefna um stjórnarskrárumbætur í ljósi mismunandi hlutverka stjórnarskráa. Fyrirlesarar nálgast málefnið frá ólíkum og frumlegum útgangspunktum sem óvanalegir eru í íslenskri umræðu.
Ráðstefnan er opin almenningi en jafnframt ætluð fræðafólki.

Eftir hvern fyrirlestur munu framsögumenn leitast við að svara spurningunni um, hvaðan lögmæti stjórnarskráa kemur, í ljósi mismunandi áherslna. Í lok fyrirlestra verður boðið upp á gagnvirkt samtal sem lögfræðingar frá lagadeils Berkeley-háskóla munu stýra.

Ráðstefnan verður í stofu M103 (dómsal) í Háskólanum í Reykjavík.

Nánari upplýsingar á viðburði ráðstefnunnar á Facebook:
https://www.facebook.com/events/184418601964580/