logo

Aðalfundur 17. mars 2019

Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins verður haldinn nk. sunnudag, 17. mars kl. 16:00, á efri hæð Sólon í Bankastræti, gengið inn gegnum veitingasal á neðri hæð. Við hvetjum ykkur öll til að mæta og gefa kost á ykkur í stjórn félagsins eða deila hugmyndum ykkar um stjórnarskrármál. Aðalfundurinn er öllum opinn en tillögu- og atkvæðisrétt hafa eingöngu félagsmenn.

 

Á fundinum verður farið yfir viðburði sl. árs og ýmis verkefni sem félagið hefur beitt sér fyrir. Ennfremur verður staða stjórnarskrármálsins rædd og fókusinn settur á næstu skref í baráttunni. Rithöfundarnir Linda Vilhjálmsdóttir og Hallgrímur Helgason verða sérstakir gestir fundarins.

 

 

Dagskrá aðalfundar 2019:

 

1. Skýrsla stjórnar.

2. Reikningar félagsins.

3. Lagabreytingar.

4. Kosning stjórnar.

5. Önnur mál.