logo

Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins 2021

Kæru félagar,

Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins verður haldinn kl. 11:30 sunnudaginn 28. nóvember á 5. hæð Borgarbókasafnsins í Grófinni, 101 Rvk. Aðalfundurinn er öllum opinn en mál, tillögu- og atkvæðisrétt hafa eingöngu félagsmenn.

Á fundinum verður farið yfir helstu viðburði sl. 2ja ára og þau verkefni sem félagið hefur beitt sér fyrir. Ennfremur verður staða stjórnarskrármálsins rædd og fókusinn settur á stefnu félagsins á komandi mánuðum.

Dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar.

2. Reikningar félagsins.

3. Lagabreytingar (ef einhverjar eru).

4. Kosning stjórnar.

5. Önnur mál.

Tillögur til breytinga á lögum félagsins skulu berast á <stjornarskrarfelagid@gmail.com> eigi síðar en 21. nóvember og verða þær kynntar félagsmönnum í tölvupósti og á vef félagsins. Núgildandi lög félagsins eru á http://stjornarskrarfelagid.is/?page_id=2037 en stjórnin leggur ekki til neinar breytingar að þessu sinni.

Fyrirvari er gerður vegna þeirra samkomutakmarkana sem verða í gildi þann 28. nóv. og allir vinsamlegast beðnir um að mæta með grímur.

Með kærri kveðju,

Stjórnin.