logo

Skráning á viðburð laugardaginn 29. september

Kæru félagar

Í tengslum við ráðstefnu á vegum rannsóknarsetursins EDDU og HÍ um lýðræðislega stjórnarskrárgerð 27.-28. september mun Stjórnarskrárfélagið standa fyrir viðburði á Nauthól við Nauthólsvík laugardaginn 29. september kl. 13:00-16:00.
Á fundinn koma innlendir sem erlendir gestir ráðstefnunnar, stjórnmálamenn frá öllum flokkum og almenningur.
Þarna verður góð blanda af náttúru, umræðum, gjörningi, söng og skemmtun.
Eftir fundinn verður umræðum svo haldið áfram í sjósundi og pottinum við Ylströndina fyrir þá sem vilja.

Þar sem plássið er takmarkað er mikilvægt að þeir sem ætla að mæta skrái sig og að þeir sem skrái sig mæti.

Vegna erlendra gesta fer fundurinn að mestu fram á ensku.

Skráningarsíðan er hér en henni verður lokað þegar öll sæti fundarins hafa verið mönnuð.

Kveðja,
Stjórnin