logo
  • Glefsur úr nýju stjórnarksránni.....
    „Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi.“
  • Glefsur úr nýju stjórnarksránni.....
    „Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, kynþáttar, litarháttar, skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, tungumáls, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“
  • Glefsur úr nýju stjórnarksránni.....
    „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“
  • Glefsur úr nýju stjórnarksránni.....
    „Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lögum tryggja aðgang almennings að öllum gögnum sem opinberir aðilar safna eða standa straum af. Listi yfir öll mál og gögn í vörslu hins opinbera, uppruna þeirra og innihald, skal vera öllum aðgengilegur.“
  • Glefsur úr nýju stjórnarksránni.....
    „Frelsi fjölmiðla, ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og gegnsætt eignarhald skal tryggja með lögum. Vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara skal tryggja í lögum.“
  • Glefsur úr nýju stjórnarksránni.....
    „Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Í því felst að fjölbreytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminjar, óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. Fyrri spjöll skulu bætt eftir föngum.“
  • Glefsur úr nýju stjórnarksránni.....
    „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.“
  • Glefsur úr nýju stjórnarksránni.....
    „Stjórnvöldum ber að upplýsa almenning um ástand umhverfis og náttúru og áhrif framkvæmda þar á. Stjórnvöld og aðrir skulu upplýsa um aðsteðjandi náttúruvá, svo sem umhverfismengun.“
  • Glefsur úr nýju stjórnarksránni.....
    „Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu.“
  • Glefsur úr nýju stjórnarksránni.....
    „Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt.“

Stjórnarskrárfélagið

Hlutverk Stjórnarksrárfélagsins er aðalega þríþætt.

A. Að efla umræðu um stjórnarskrármál á Íslandi og um leið vitneskju almennings um mikilvægi stjórnarskrár í Íslensku samfélagi

B. Að fræða, safna saman öllum upplýsingum um stjórnarskrármál á víðum grunni og gera það aðgengilegt almenningi.

C. Að efna til umræðu, skapa umræðuvettvang þar sem markmiðið er að þjóðin skrifi og kjósi um sína eigin stjórnarskrá byggða á gildum lands og þjóðar.