logo

Þjóðaratkvæðagreiðsla

Horfa !!

20.Október - Er þetta eitthvað fyrir þig?

Taktu afstöðu !!

Þann 20. október verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá. Í kosningunum gefst kjósendum möguleiki á að svara eftirfarandi spurningum: 1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

  • Já, ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.
  • Nei, ég vil ekki að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

  • Nei

3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

  • Nei

4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

  • Nei

5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

  • Nei

6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

  • Nei

Ekki er nauðsynlegt að svara öllum spurningunum.

Hér er hægt að sjá tillögur Stjórnlagaráðs.

Hér er hægt að sjá tillögurnar ásamt skýringum(pdf).

Hér er hægt að sjá núverandi Stjórnarskrá.