logo
 • Glefsur úr nýrri stjórnarskrá ...
  „Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi.“
 • Glefsur úr nýrri stjórnarskrá....
  „Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, kynþáttar, litarháttar, skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, tungumáls, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“
 • Glefsur úr nýrri stjórnarskrá
  „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“
 • Glefsur úr nýrri stjórnarskrá
  „Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lögum tryggja aðgang almennings að öllum gögnum sem opinberir aðilar safna eða standa straum af. Listi yfir öll mál og gögn í vörslu hins opinbera, uppruna þeirra og innihald, skal vera öllum aðgengilegur.“
 • Glefsur úr nýrri stjórnarskrá.....
  „Frelsi fjölmiðla, ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og gegnsætt eignarhald skal tryggja með lögum. Vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara skal tryggja í lögum.“
Fréttatilkynning.pdf

Tilkynning

Stjórnarskrárfélagið fagnar og tekur heilshugar undir ályktun Pírata um að lögfesta beri nýja stjórnarskrá.

Fréttatilkynning

Fréttatilkynning

vegna álits Mannréttindanefndar SÞ

Borgarafundur í Borgarleikhúsinu

Síðastliðna helgi var haldinn frábær borgarafundur á vegum Stjórnarskrárfélagsins og Borgarleikhússins og í samstarfi við HÍ. Hér fyrir neðan er tengill þar sem hægt að sjá fundinn. https://youtu.be/ZJPESu3yp7k?t=1h7m56s Þar sem fundurinn  var með svipuðu fyrirkomulagi og þjóðfundirnir þá getur verið erfitt að ná umræðunni á borðunum í svona upptöku en erindin sem byrja þegar 1:08:00 eru liðnar af fundinum voru virki
Meira

Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins 1. nóvember

Kæru félagar Stjórnarskrárfélagsins. Boðað er til aðalfundar Stjórnarskrárfélagsins kl 15, sunnudaginn 1. nóvember á annari hæð á Kaffí Sólon, Bankastræti 7a.   Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. 3. Lagabreytingar. 4. Kosning stjórnar. 5. Önnur mál.   Ekki liggja fyrir neinar tillögur að lagabreytingum og því má búast við að hefbundin aðalfundarstörf taki tiltölulega stuttan tíma. Mikil gerjun er
Meira

Fundur fólksins

Fundur fólksins er haldin frá fimmtudeginum 11. júní til laugardagsins 13. í Vatnsmýrinni við Norræna húsið með fjölbreyttri dagskrá. Stjórnarskrárfélagið lætur sig að sjálfsögðu ekki vanta og verður með tjald á svæðinu. Félagið stendur líka fyrir tveim viðburðum, annars vegar sýningu á myndinni Blueberry soup og erindi og umræðum undir fyrirsögninni Aðallinn og lýðurinn.    
Meira

Ályktun frá Stjórnarskrárfélaginu

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst vilja að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá fari fram samhliða forsetakosningunum á næsta ári. Að mati Bjarna eru forsendur fyrir því að bæta við ákvæðum um umhverfis- og auðlindamál, þjóðaratkvæðagreiðslur og takmarkað framsal valdheimilda. Um leið og Stjórnarskrárfélagið fagnar allri umræðu um stjórnarskrána vill félagið
Meira

Fréttatilkynning

Stjórnarskrárfélagið hefur sent Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna bréf til að vekja athygli á vanefndum Alþingis í stjórnarskrármálinu. Málið varðar Mannréttindanefndina. Nefndin sendi frá sér álit 2007 með bindandi tilmælum til ríkisstjórnarinnar um að breyta fiskveiðistjórninni til að girða fyrir mismunun og um að greiða bætur sjómönnunum tveim, sem höfðuðu og unnu málið gegn íslenska ríkinu, þeim Erlingi Sveini
Meira

Fréttabréf Stjórnarskrárfélagsins – Nóvember 2014

Stjórnarskrárfélagið gengur í endurnýjun lífdaga Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins var haldinn sunnudaginn 16. mars sl. og fram haldið sunnudaginn 28. september. Auk hefðbundinna aðalfundarefna lá fyrir tillaga að sameiningu félagsins og SaNS, Samtaka um Nýja Stjórnarskrá. Sameining félagana var samþykkt einróma og ákveðið að notast áfram við nafn Stjórnarskrárfélagsins. Samþykktar voru breytingar á lögum félagsins,
Meira

Stjórnarskrá allra Íslendinga – Eiríkur Bergmann skrifar

http://visir.is/stjornarskra-allra-islendinga/article/2012708319985   Þann 20. október næstkomandi göngum við Íslendingar til atkvæðagreiðslu um okkar eigin stjórnarskrá. Loksins. Við lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að gera nánast ekki aðrar breytingar en þær sem beinlínis lutu að stofnun hins nýja lýðveldis. Áfram var því byggt á fullveldisstjórnarskránni frá 1920 sem að uppistöðu byggði
Meira

Fundur á Austurvelli – Samstaða um nýja stjórnarskrá

Raddir fólksins boða til útifundar um stjórnarskrármálið næstkomandi laugardag, 19. janúar klukkan 15.00 á Austurvelli. Alþingi ber að virða skýran vilja kjósenda, eins og hann kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október. Meiri hluta Alþingis ber að láta þann vilja ná fram að ganga. Ræðumenn: Illugi Jökulsson, rithöfundur og blaðamaður Sigríður Ólafsdóttir, lífefnafræðingur Á undan fundinum mun Svavar Knútur flytja
Meira


Kynntu þér málið

Þjóðaratkvæðagreiðsla

Myndaðu þér skoðun - Taktu afstöðu