logo

Saga Stjórnarskrárfélagsins

Fyrir  hrun og í kjölfar hrunsins árið 2008 urðu til hópar fólks sem vildi breytingar í Íslensku samfélagi. Þessi hópar komu saman á mismunandi forsendum og á mismunandi stöðum með það að markmiði að vilja breytingar. Fyrir hrun varð til Framtíðarlandið og Íslandshreyfingin en báðar þessar hreyfingar voru stofnaðar á grundvelli náttúruverndar sem kjarnaviðfangsefni. Eftir hrun varð til Borgarahreyfingin / Hreyfingin, þjóðfundurinn, lýðveldisbyltinginn, Hagsmunasamtök Heimilana og fleiri hópar sem spruttu upp úr óánægju með ríkjandi fyrirkomulag. Þeir höfðu þörf fyrir að leggja eitthvað af mörkum og þörf fyrir að koma á nauðsynlegum breytingum til að bæði land, náttúra og þjóð ætti bjarta framtíð byggða á lærdómi af fortíðinni. Í þessum hreyfingum öllum varð til Stjórnarskrárfélagið. Félagið var í raun upphaflega fundir nokkura áhugasamra um stjórnarskrármál, byggt á ýmsum vangaveltum margra um t.d persónufrelsi, valddreyfingu, upplýsingafrelsi, náttúruvernd og fl. Staðreyndin var nefnilega sú að allar þessar ólíku kröfur komu saman í einum og sama þættinum í voru samfélagi. Stjórnarskránni.

Fyrstu fundirnir voru haldnir í Hugmyndahúsi Háskólana niður við Gömlu höfnina í Reykjavík – í gömlu húsi þar sem Ellingssen verslunin var áður til húsa.

Í framhaldi af miklum fundarhöldum um þær leiðir sem voru færar til að koma á breytingum, varð það snemma ljóst að þörf væri á félagi utan um Stjórnarskrármál. Félagi sem hefði það hlutverk að miðla upplýsingum, koma á stað umræðu /samræðu í samfélaginu, standa fyrir fundum og uppákomum og standa fyrir hlutlausri upplýsingaveitu um málefni er tengdust stjórnarskrármálum. Félagsmenn trúðu því að með því að koma á fót slíku félagi væru forsendur fyrir þjóðina til að öðlast þekkingu og taka afstöðu til stjórnarskrárinnar mun betri og líkur á að þjóðin myndi vilja standa sjálf á bak við nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni meiri.

Stofnfundur var haldinn 20.03.2011 í sal menntaskólans í Reykjavík. Þar á þessum sama stað var Þjóðfundurinn árið 1851 haldinn, en konungur afhenti íslendingum eigin stjórnarskrá árið 1874 á Alþingishátíðinni á Þingvöllum.